Quantcast
Channel: Vísindavefurinn
Viewing all 4610 articles
Browse latest View live

Hvers vegna er suðurpóllinn ekki talinn land?

$
0
0
Svarið við þessari spurningu felst í því hvaða merkingu við viljum leggja í orð. Hér er gengið út frá því að með orðinu suðurpóll sé í raun átt við Suðurskautslandið en um muninn á þessu tvennu má lesa í svari við spurningunni Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu? Það sem skiptir hins vegar meira máli í þessu svari er hvaða merkingu við leggjum í orðið land. Í Íslenskri orðabók er að finna nokkrar skýringar á orðinu land. Það merkir til dæmis 'þurrlendi, ríki og landsvæði...

Er til gott íslenskt orð í staðinn fyrir smoothie, boost eða búst?

$
0
0
Algengt er að nota tökuorðin smoothie og boost eða búst um þykka drykki sem eru maukaðir í blandara, til dæmis úr ávöxtum, skyri og klökum. Reynt hefur verið að finna íslenskt orð í staðinn fyrir þessi orð og má nefna að í nýyrðasamkeppni sem haldin var á degi íslenskrar tungu árið 2008 var meðal annars beðið um tillögu fyrir tökuorðið búst. Ýmsar tillögur bárust og vakti dómnefndin athygli á orðunum þeytingur, orkuþeytingur og orkuskot sem orðum sem hægt væri að nota í staðinn fyrir búst. Sv...

Hvaða rök eru fyrir efahyggju?

$
0
0
Efahyggja er almennt hugtak sem nær yfir hugmyndir um að ekki sé hægt að öðlast þekkingu á tilteknum hlutum eða þáttum. Oft takmarkast efahyggjan við einhverja tiltekna hluti eða þætti mannlegs lífs. Til dæmis er talað um trúarlega efahyggju þegar efast er um að hægt sé að vita að Guð sé til. En efahyggja getur líka verið almennari. Frægasta tegund efahyggju snýr að öllu því sem á sér stað fyrir utan huga okkar. Þá er talað um efahyggju um hinn ytri heim. Franski heimspekingurinn René Descartes ...

Hvernig er kampavín bruggað og hvað getið þið sagt mér um héraðið Champagne?

$
0
0
Champagne er fornt hérað í norðausturhluta Frakklands. Nafn þess er dregið af latneska orðinu campania sem merkir 'sveit', samanber latneska orðið campus sem í dag er aðallega notað um háskólasvæði. Champagne í Frakklandi ber sama nafn og ítalska héraðið Kampanía sem er í suðvesturhluta Ítalíu, umhverfis Napóli. Hérað sem nefndist Champagne-Ardenne var stofnað árið 1956. Umráðarsvæði þess samsvaraði nokkurn veginn hinu forna Champagnehéraði. Þann 1. janúar 2016 myndaði Champagne-Ardenne eitt ...

Er það rétt að sálin hafi massa og við léttumst um 21 g eftir dauðann?

$
0
0
Ekki er með öllu ljóst hvaðan hugmyndin um að sálin hafi massa er upprunnin. Því er hins vegar fljótsvarað að sálin, hvernig sem við skilgreinum hana og hvort hún er til í raun og veru, hefur ekki massa í eiginlegum skilningi. Þaðan af síður er hægt að segja að hún hafi ákveðna mælanlega þyngd, eins og 21 g. Mýtan um að sálin vegi 21 g hefur verið nokkuð lífseig og hún gekk í endurnýjun lífdaga eftir sýningu kvikmyndarinnar 21 Grams frá 2003. Hugmyndina um 21 g má rekja til ársins 1907 þegar ...

Hvenær var uppþvottavélin fundin upp?

$
0
0
Upprunalega hljóðaði spurningin svonaHvenær kom fyrsta uppþvottarvélin til Íslands og hvenær urðu þær algengar á íslenskum heimilum? Fyrstu uppþvottavélarnar voru gerðar í Bandaríkjunum um miðja 19. öld. Leirtaui og borðbúnaði var snúið í þessum vélum með handafli á meðan vatn sprautaðist yfir. Þessar fyrstu vélar þóttu ekki nógu hentugar og festu sig ekki í sessi. Fyrsta nothæfa uppþvottavélin kom fram nokkrum áratugum seinna og er hún uppfinning konu að nafni Josephine Garis Cochrane (18...

Hver fann upp pasta?

$
0
0
Óvíst er hvenær menn tóku upp á því að búa til pasta. Pastagerð er í eðli sínu einföld, hráefnin eru aðallega vatn og hveiti og erfitt er að aðgreina pasta frá einhvers konar matargerð úr sömu hráefnum. Pasta þýðir einfaldlega ‚deig‘ og er til dæmis skylt orðinu ‚pastry‘. Ýmsir réttir frá fornri tíð geta talist fyrirrennarar pasta eins og við þekkjum það. Forngrikkir útbjuggu til dæmis svonefnt laganon og itria. Líklega var það hvort tveggja flatbrauð. Hjá Rómverjum var til svonefnt lagani ...

Af hverju heitir generalprufa þessu nafni?

$
0
0
Orðið generalprufa er fengið að láni úr dönsku, generalprøve. Í dönsku er orðliðurinn general- meðal annars notaður í merkingunni 'allsherjar-' og er um þá merkingu að ræða í generalprøve. Orðið er bæði í dönsku og íslensku notað í leikhúsmáli um lokaæfingu fyrir frumsýningu leikverks. Orðið generalprufa er fengið að láni úr dönsku. Orðliðurinn general er meðal annars notaður í merkingunni 'allsherjar-'. Mynd úr leikritinu Júlíus Sesar eftir Shakespeare. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er...

Hver var Thomas Kuhn og hvert var hans framlag til vísindanna?

$
0
0
Thomas Samuel Kuhn (1922–1996) var bandarískur vísindasagnfræðingur og vísindaheimspekingur, þekktastur fyrir bók sína Vísindabyltingar (e. The Structure of Scientific Revolutions) og hugtök á borð við viðmið (e. paradigm) og ósammælanleika (e. incommensurability). Kuhn stundaði nám í eðlisfræði við Harvardháskóla og lauk doktorsprófi í þeirri grein árið 1949. Hann hóf svo kennslu við sama skóla og var falið það verkefni að kenna námskeið þar sem farið var yfir ýmis atriði úr sögu vísindanna....

Hver var Karl Popper og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

$
0
0
Karl Raimund Popper (1902-1994) er einn af áhrifameiri heimspekingum 20. aldar, sérstaklega á sviði vísindaheimspeki. Hann setti fram hugmyndir um hvernig greina mætti vísindi frá svokölluðum gervivísindum á grundvelli vísindalegrar aðferðafræði sem byggðist á hrekjanleika. Hugmyndir hans í stjórnmálaheimspeki um mikilvægi hins opna samfélags hafa einnig reynst áhrifaríkar. Popper fæddist árið 1902 í Vínarborg sem þá var höfuðborg austurríska keisaradæmisins. Hann ólst upp á umrótatímum en ...

Er til alíslenskt orð yfir tennis?

$
0
0
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er til alíslenskt orð yfir tennis? Það er ekki tökuorð eins og tennis er. Mér er ekki kunnugt um að reynt hafi verið að finna íslenskt heiti fyrir tennis. Orðið er væntanlega tökuorð beint úr ensku. Eldra heiti er lawn-tennis (af lawn „flöt“, það er vallartennis) og í elstu íslensku heimildum um íþróttina kemur það heiti alloft fyrir, samanber eftirfarandi dæmi úr Vísi, 18. júní 1914, bls. 4, í frétt um mót UMFÍ: síðast en ekki síst, verður s...

Hver var Burrhus Frederic Skinner og hvert var framlag hans til vísindanna?

$
0
0
Er ekki augljóst að hegðun fólks ræðst af sálarlífi þess? Að fólk aðhefst vegna þess sem það hugsar, veit, vill og finnur til? Í daglegum samskiptum taka flestir þessu sem gefnum hlut og lesa tilfinningu, hugsun og löngun – meðvitaða og ómeðvitaða – í hugskot samferðamanna. Er ekki jafnaugljóst að ef sálfræði á að útskýra hegðun þá hljóti hún að fást við sálarlíf? Burrhus Frederic Skinner (1904–1990) fannst hvorugt augljóst, hvorki að sálarlíf ráði hegðun né að það skuli vera viðfangsefni sálfræ...

Hvað er fæðukeðja og fæðupíramídi?

$
0
0
Fæðukeðja (e. food chain) sýnir ferðalag orkunnar um lífríkið, frá einni lífveru til annarrar. Fæðukeðjum lífríkisins má skipta í fjóra hluta Sólin – uppspretta orku lífríkisins. Frumframleiðendur - plöntur sem binda orku sólar í vistkerfið með ljóstillífun. Neytendur – lífverur sem fá orku með afráni á öðrum lífverum. Neytendur geta verið plöntuætur sem éta frumframleiðendur (kallast þá fyrsta stigs neytendur) eða nærst á dýrum og eru þá annars, þriðja eða fjórða stigs neytendur eftir því h...

Hvað er bundið mál?

$
0
0
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er munurinn á bundnu og óbundnu máli? Ég finn ekki svar á Vísindavefnum um muninn á þessu tvennu. Er það eitthvað sem væri hægt að fá svar við með góðum dæmum. Það er stundum að vefjast fyrir syni mínum sem er í leiklist, sérstaklega ef bundið mál er á ljóðformi en ekki í hefðbundnum reglum ljóðformsins, stuðlar, höfuðstafir og rím. Einnig texti Shakespeares til dæmis „Að vera eða ekki vera“ Bundið mál er texti sem fylgir bragreglum að meira eða m...

Hvað éta laxfiskar eins og urriði og bleikja á veturna?

$
0
0
Laxfiskar, þar með talinn urriði og bleikja, éta margvíslega fæðu og oftast það sem er ríkjandi á hverjum tíma. Enginn hefur lagt sig fram um að rannsaka fæðu urriða á vetrum, en snemma á vorin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal éta þeir þá fæðu sem mest er af, það er bitmýi, og í öðru sæti eru vatnabobbar (sniglar) og rykmý. Vatnabobbi (Lymnaea peregra) er á matseðli laxfiska. Algengast er að bleikja éti botndýr á vetrum, aðallega rykmýslirfur. Á vorin þegar rykmýið púpar sig og flýgur upp...

Hvað merkir heiti fjallsins Baulu í Borgarfirði?

$
0
0
Upprunalega Spurningin hljóðaði svona: Mér leikur forvitni á að vita hver er merking nafnsins á fjallinu Baulu í Borgarfirði. Örnefnið Baula er til á nokkrum stöðum í landinu: Baula í Borgarfirði, keilulaga fjall úr líparíti. Af því dregur orðið baulusteinn (= líparít) nafn sitt. Sker í Rifgirðingum á Breiðafirði. Sker nálægt Diskæðarskeri á Breiðafirði. Suðaustur af því eru 3 lítil blindsker sem heita Baulubörn. Söðulbakað sker nálægt Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Baulhólmi og...

Hvað geta úlfar orðið stórir?

$
0
0
Almennt gildir um dýrategundir sem hafa jafnheitt blóð og mikla útbreiðslu að einstaklingar sem lifa nálægt pólunum eru stærri en einstaklingar sömu tegundar sem lifa nær miðbaug. Þessi regla nefnist innan vistfræðinnnar regla Bergmanns. Skýringin á henni er sú að þeim mun stærri sem dýrin eru, þeim mun minna yfirborðsflatarmál hafa þau hlutfallslega og hitatap verður þess vegna ekki eins mikið. Þetta getur skipt miklu máli fyrir dýr sem lifa á heimskautasvæðunum. Regla Bergmanns á vel við þegar...

Var eiginmaður Auðar djúpúðgu konungur í Dyflinni?

$
0
0
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég hef lesið, að Ólafur, eiginmaður Auðar djúpúðgu, hafi verið konungur eða víkingakonungur í Dublin á Írlandi. Lét hann eitthvað eftir sig þar? Markaði hann einhver spor á Írlandi? Þau Auður áttu væntanlega afkvæmi, syni og dætur, hvað varð um þau? Laxdæla og Landnámabók segja frá því að Unnur/Auður hafi verið gefin Ólafi hvíta herkonungi sem vann Dyflinni á Írlandi og gerðist konungur yfir. Saman áttu þau einn son, Þorstein rauð. Hann eignaðist með Þuríði E...

Eru sögulegar skáldsögur heppilegt kennsluefni í grunnskóla?

$
0
0
Söguleg skáldsaga sem nemendur skilja og jafnvel skemmta sér yfir er áreiðanlega gott kennsluefni í grunnskóla. Söguleg skáldsaga sem nemendur ná ekki taki á og verður þeim ekki gefandi umhugsunarefni, er óheppilegt kennsluefni. Að þessu leyti eru sögulegar skáldsögur eins og aðrar bókmenntir sem nemendum eru fengnar til lestrar. Þær þurfa að henta nemendahópnum. Auðvitað mega bækur reyna á nemendur og eiga helst að gera það en nemandinn verður að eiga sæmilega möguleika til skilnings og skapand...

Hver er uppruni orðsins tíska og tengist það orðinu tíðarandi?

$
0
0
Orðið tíska (í fornmálsorðabók Fritzners ritað tíðska) kemur þegar fyrir í fornu máli notað í merkingunni 'vani, venja'. Þekkt er tilsvar Atla Ásmundarsonar í Grettis sögu þegar Þorbjörn öxnamegin lagði til hans spjóti: „Þau tíðkast nú in breiðu spjótin“ (Ísl.fornr. VII:146). Þetta tilsvar er enn notað í málinu og hefur verið tekið upp í orðtaka- og málsháttasöfn. Annað dæmi mætti nefna úr Laxdælu (Ísl.fornr. V:145): „Í þann tíma var þat mikil tízka, at úti var salerni ok eigi allskammt frá bæn...
Viewing all 4610 articles
Browse latest View live