Quantcast
Channel: Vísindavefurinn
Viewing all 4614 articles
Browse latest View live

Hvernig má réttlæta það að gefa sér frumsendur í stærðfræði, án þess að sanna þær?

$
0
0
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig má réttlæta það að gefa sér frumreglur í stærðfræði, án þess að sanna þær? Sem fræðigrein er stærðfræði byggð upp þannig að nýjar niðurstöður eru leiddar út (sannaðar) á grundvelli þeirra niðurstaðna sem þegar eru komnar. Í upphafi byrjar maður því með tvær hendur tómar og án þess að gefa sér einhverjar frumreglur í upphafi kæmist maður ekkert áfram. Slíkar frumreglur eru kallaðar frumsendur á íslensku, en í mörgum tungumálum er notað orði...

Hver er útbreiðsla úlfa?

$
0
0
Heimsstofn úlfsins (Canis lupus) er nú um 400 þúsund einstaklingar. Áður fyrr voru úlfar útbreiddir um mestan hluta norðurhvels, um Norður-Ameríku frá nyrstu héruðum Alaska að jaðri regnskóganna í Mið-Ameríku og í Evrasíu frá túndrusvæðum Rússlands suður til Arabíuskagans. Menn hafa hins vegar veitt úlfa í stórum stíl um margra alda skeið, aðallega í þeim tilgangi að verja búfé. Auk þess hefur töluvert verið gengið á búsvæði þeirra. Afleiðingin er sú að útbreiðsla úlfa er nú ekki nema hluti af ...

Hver er munurinn á jafnréttindum og kvennréttindum?

$
0
0
Í grunninn er munurinn á „jafnréttindum“ og „kvenréttindum“ sáralítill. Bæði hugtökin eru byggð á hugmyndinni um félagslegan jöfnuð sem á rætur að rekja til kenninga Aristótelesar. Þess ber að geta að þegar Aristóteles setti hugmyndina fram náði hún ekki til allra samfélagsþegna í Forn-Grikklandi. Konur og þrælar voru undanskilin þegnrétti og jöfnunarhugmyndin náði ekki til þeirra. Hugtakið kvenréttindi er gjarnan rakið til fyrstu bylgju femínismans á miðri 19. öld þegar konur kröfðust sömu b...

Hver var Werner Heisenberg og hvert var hans framlag til vísindanna?

$
0
0
Þýski eðlisfræðingurinn Werner Heisenberg (f. 5.12. 1901 í Würzburg, d. 1.2. 1976 í München) var einn af brautryðjendum skammtafræðinnar og meðal fremstu vísindamanna á sinni tíð. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1932. Svonefnt óvissulögmál sem hann setti fram árið 1927 og við hann er kennt lýsir takmörkunum á sammælanleika tveggja mælistærða eins og staðsetningar og hraða vegna skammtahrifa. Lögmálið er einn af hornsteinum skammtafræðinnar, en sú grein eðlisfræðinnar skýrir hegðun ...

Hvað éta letidýr?

$
0
0
Letidýr (Folivora) lifa í skógum í Suður- og Mið-Ameríku. Þau nærast fyrst og fremst á laufum stórra lauftrjáa af ýmsum tegundum. Mest éta þau lauf af trjám af ættinni Cecropia en til er 61 tegund af þessari ætt í regnskógum Suður- og Mið-Ameríku. Laufblöð eru hvorki næringarrík né auðmeltanleg fæða en á móti kemur að letidýr erum með mjög stóran maga, hafa afar hæga meltingu og þar að auki lifa bakteríur í maga letidýra einhvers konar samlífi með þeim og hjálpa til við að brjóta niður illme...

Hve stórir hafa mestu jöklar verið á Íslandi?

$
0
0
Ísaldarjökull síðasta jökulskeiðs náði hámarki fyrir um 20.000 árum. Spor eftir jökla sýna að einn stór jökulskjöldur hefur þá legið yfir öllu Íslandi og skriðið til allra átta frá hábungu á sunnanverðu hálendinu. Jökullinn fór yfir hæstu fjöll og rispaði kolla þeirra. Hann var allt að 1500 m þykkur um miðbik landsins en þynnri við ströndina. Nokkrir fjallatoppar gætu hafa staðið upp úr ísnum á Vestfjörðum, Mið-Norðurlandi og Austfjörðum. Yfir Reykjavík lá allt að 900 m þykkur jökull en óvíst er...

Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálftum er þá miðað við sjávarmál?

$
0
0
Í heild hljóðaði spurningin svona: Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálfta, er þá átt við dýpi frá yfirborði þess landssvæðis þar sem upptök skjálftans eru eða er átt við dýpi miðað við sjávarmál? Dæmi: Ef jarðskjálfti verður á 0,1 km dýpi undir Bárðarbungu er þá átt við að upptökin séu 100 m undir yfirborðinu (í ca. 1900 m hæð yfir sjávarmáli) eða eru upptökin 100 m undir sjávarmáli (2100 m frá yfirborði fjallsins)? Það er oftast meiri óvissa í ákvörðun dýpis jarðskjálfta en stað...

Hvar hafa vísindamenn fundið risaeðlubein?

$
0
0
Steingerðar leifar beina risaeðla hafa fundist á öllum meginlöndum jarðar; Suðurskautslandinu, Ástralíu, Asíu, Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Einnig á stórum eyjum eins og Madagaskar, Japan og á Grænlandi. Rauðu punktarnir sýna fundarstaði steingerðra leifa risaeðla. Risaeðlurnar komu fyrst fram fyrir um 230 miljónum ára, á svokölluðu trías tímabili jarðsögunnar. Á þeim tíma voru öll meginlönd heims samtengd í eitt stórt meginland, Pangea, sem náði heimskauta á milli. Risaeðlur hafa ...

Hvað eru rafrettur og hvernig virka þær?

$
0
0
Rafretta er rafhlöðuknúið úðatæki sem líkir eftir sígarettureykingum. Hún er í þremur hlutum: rafhlöðuhylki, hitari og munnstykki með vökvahylki og skammtahólfi. Vökvinn samanstendur af própýlen glýkóli og/eða glýseróli (sem eru þekkt aukaefni í matvörum) og bragðefnum, með eða án nikótíns sem hægt er að fá allt frá mjög veikum styrk upp í mjög háan (24-36 mg/ml). Í vökvunum hafa leynst skaðleg efni[1]. Ólíkt sígarettum þá verður enginn bruni þegar efnunum í rafrettu er andað að sér og þess v...

Eru rafrettur hættulegar?

$
0
0
Hér er einnig svarað spurningunni:Ef þú reykir rafsígarettu sem er ekki með nikótíni hefur það einhver skaðleg áhrif á líkamann? Hvaða efni eru í vökvanum í rafsígarettum? Eðlilega hafa margir velt því fyrir sér hvort rafrettur séu skaðlegar. Rafretturnar eru hins vegar það nýjar á markaðnum að ekki er komin nægileg reynsla til að segja til um langtímaáhrif á heilsu þeirra sem nota rafrettur eða þeirra sem anda að sér rafrettugufu með óbeinum hætti. Þó eru vísbendingar um að efnin í rafrettu...

Hverjar eru rætur eða uppruni orðsins fórn?

$
0
0
Orðið fórn 'fórnfæring; hlutur eða annað sem fórnað er, offur' þekktist þegar í fornu máli. Eiginleg merking er 'það sem guðunum er fært'. Orðið er einnig til í nýnorsku fȏrn 'gjöf, sending' og í danskri mállýsku forn 'gjöf sem gefin er til veislu'. Mynd sem franski rithöfundurinn, listamaðurinn og landkönnuðurinn Jacques Arago (1790-1855) teiknaði af fórnarathöfn á Hawaii. Myndin birtist árið 1822. Nafnorðið er leitt af sögninni að færa 'hreyfa, færa úr stað, koma með eitthvað' sem ...

Hvort er betra að reykja rafrettur eða sígarettur?

$
0
0
Nánast allt er skaðminna en að halda áfram að reykja. Í því ljósi er rafrettan jákvæð fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem ekki hefur tekist að hætta reykingum með öðrum aðferðum. Þar með er það upptalið. Rafrettan er að öllum líkindum mun skárri kostur en sígarettur en enn er of stuttur tími síðan þær komu á markaðinn til að draga afdráttarlausar ályktanir. Rannsóknir hafa sýnt að aðrir nikótíngjafar eru ekki síðri til árangurs til að skipta út fyrir sígarettureykingar. Fólk er því hvatt til að r...

Ættu framhaldsnemar að læra siðfræði vísinda og rannsókna?

$
0
0
Hvers vegna ættu framhaldsnemar við Háskóla Íslands að læra undirstöðuatriði í siðfræði vísinda og rannsókna?[1] Þegar leitað er svara við þessari spurningu tel ég rétt að minna á meginmarkmið háskólamenntunar. Það er hlutverk menntunar að gera nemendum kleift að öðlast þekkingu í þeirri fræðigrein sem þeir hafa valið sér og færni til að nota þekkinguna við þau (lífs)verkefni sem þeir koma til með að fást við. Það er líka hlutverk háskólamenntunar að örva gagnrýna hugsun um það í hvaða skyni þek...

Eru rykmaurar það sama og rykmítlar?

$
0
0
Til skamms tíma var oft talað um rykmaura en nú er mælt með því að nota frekar hugtakið rykmítlar. Í dag nota menn maurahugtakið eingöngu um félagsskordýr (Insecta) og eru hinir sexfættu klóakmaurar sem lifa víða í holræsum á Reykjavíkursvæðinu dæmi um alvöru maura. Til skamms tíma notuðu menn maurahugtakið samt iðulega um ýmsar áttfætlur (Acarina) en þær hafa, eins og nafnið ber með sér, átta fætur og mynda sérstakan ættbálk í dýraríkinu við hlið skordýranna. Rykmítlar eru litlar áttfætl...

Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?

$
0
0
Stærstu jöklar á Íslandi eru á miðju og sunnanverðu landinu vegna þess að þar fellur meiri snjór en nær að bráðna á sumrin. Rakir vindar á leið yfir Norður-Atlantshaf lyfta upp lofti á leið yfir Ísland. Loftið kólnar og rakinn í því þéttist og verður að vatnsdropum og ískristöllum sem falla til jarðar. Snjór fellur á landið ef loftið er nógu kalt. Norðan við hálendið er mestur rakinn fallinn úr loftinu. Þar er því lítil úrkoma og engir miklir jöklar hafa náð að myndast. Á Vestfjörðum er bæði rak...

Eru einhver sníkjudýr eða aðrar lífverur í eða á líkamanum, aðrar en rykmaurar?

$
0
0
Spurningin sem svo var orðuð árið 2002 og höfundur svaraði þá á Vísindavefnum felur í sér tvær rangar fullyrðingar. Enn fremur hafa í millitíðinni komið fram nýjar upplýsingar um uppruna rykmítla í húsakynnum hérlendis þannig að rétt þykir að uppfæra svarið. Í fyrsta lagi hefur orðið breyting á hugtakanotkun en dýrafræðingar á Íslandi hafa sammælst um að hætta að nota maurahugtakið um ýmsar áttfætlur (Acarina) og nota þess í stað orðið mítill. Þannig tala menn ekki lengur um mannakláðamaur he...

Hvað er „alla malla“ og hvaðan kemur það?

$
0
0
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við hjúin veltum fyrir okkur nýverið hvaðan upphrópunin eða notkun orðsambandsins „alla malla“ (með mjúkum L-um) kemur? Upphrópunin alla malla þekkist á prenti að minnsta kosti frá því fyrir miðja 20. öld. Elsta dæmi á timarit.is er úr blaðinu Fálkanum frá 1946: „— Stórkostlegt! sagði frú Petra. — Alla malla, sagði Dúlla Kalla. — Skrattinn sjálfur, sagði Örn skipstjóri og ræskti sig.“ „Alla malla, sagði Dúlla Kalla. — Skrattinn sjálfur, sagði Ö...

Hvaða dýr leynast í rúmum og teppum landsmanna?

$
0
0
Um árabil var það trú manna að rykmaurar, sem nú eru kallaðir rykmítlar (sjá svar við spurningunni Eru rykmaurar það sama og rykmítlar?) lifðu á húðflögum og væru algengir í rúmum og teppum innan húss, til dæmis í svefnherbergjum. Öpuðu menn þetta hver upp eftir öðrum og standa þessar fullyrðingar víða á prenti. Nú hafa rannsóknir hér á landi sýnt að ofangreind fullyrðing á ekki við rök að styðjast eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Eru einhver sníkjudýr eða aðrar lífverur í ...

Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu?

$
0
0
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu og er það ekki almennt heiti um ákveðna vörutegund? Nú hefur fyrirtækið Lýsi, að sögn, tryggt sér einkaréttinn á vöruheitinu Lýsi um vörur sem eru lýsi og hótar öðrum málsókn sem nota það orð um vörur sem almenningur þekkir sem lýsi. Heimildir um orðið lýsi hafa verið til í íslensku máli eins langt aftur og ritaðir textar ná og landnámsmenn hafa án efa flutt orðið með sér til landsins. Upphaflega merkingin var 'l...

Hvað eiga froskdýr og skriðdýr sameiginlegt?

$
0
0
Það er langt síðan þessir tveir flokkar hryggdýra: froskdýr (Amphipia) og skriðdýr (Reptilia) aðskildust í þróunarsögunni. Fyrstu froskdýrin komu fram seint á Devon-tímabilinu í jarðsögunni, fyrir um 360 milljón árum (sjá mynd af jarðsögutöflu með því að smella hér), og voru ríkjandi á kolatímabilinu. Fyrir um 310 milljón árum kom fram fyrsti vísir að skriðdýrum sem síðan áttu sinn blómatíma á miðlífsöld. Eiginlega má segja að skriðdýrin séu nokkurs konar millistig milli froskdýra annars vegar o...
Viewing all 4614 articles
Browse latest View live