Lagrange-punktarnir eru nefndir eftir stærðfræðingnum Joseph Louis Lagrange (1736-1813) sem gaf út rit um þá árið 1772. Lagrange-punktarnir verða til út frá þyngdarkrafti tveggja fyrirbæra sem hafa sömu þyngdarmiðjuna, til dæmis sól og reikistjarna.
Til þess að útskýra kyrrstöðupunktana þarf fyrst að minnast á kenningar Jóhannesar Keplers. Samkvæmt kenningum Keplers ferðast reikistjarna hraðar því minni sem sporbaugur hennar er. Merkúr og Venus (þær tvær reikistjörnur sem eru nær sólinni en j...
↧