Já, það er möguleiki á að tvíeggja tvíburar eigi hvor sinn föður. Þá losna tvö egg í sama tíðahring hjá móðurinni og ef hún hefur samfarir við tvo menn í kringum egglosið getur sáðfruma frá þeim báðum frjóvgað sitt hvort eggið. Þetta er mjög sjaldgæft en mögulegt.
Tvíburarnir og hálfbræðurnir Marcus og Lucas með feðrum sínum Michael og Tommy.
Það er aftur á móti ekki möguleiki á tveimur feðrum hjá eineggja tvíburum. Þá losnar aðeins eitt egg sem ein sáðfruma frjóvgar. Snemma í frumuskiptingu...
↧