Orðið forseti kemur þegar fyrir í fornu máli, annars vegar sem sérnafn á goðveru, hins vegar sem hauksheiti í þulum um fuglanöfn. Í Snorra-Eddu segir: Forseti heitir sonr Baldrs ok Nönnu Nepsdóttur. Hann á þann sal á himni, er Glitnir heitir. En allir, er til hans koma með sakarvandræði, þá fara allir sáttir á braut. Sá er dómstaðr beztr með goðum ok mönnum.Uppruni nafnsins Forseti er að vísu óljós en samnafnið er venjulega skýrt ‘sá sem stýrir þingi eða ráðstefnu, situr í forsæti.’
Litlum s...
↧