Það eru sýrumyndandi sýklar sem skemma tennurnar í okkur. Sykur auðveldar vöxt sýklanna og þess vegna er meiri hætta á tannskemmdum ef við borðum mikinn sykur. Það hefur sitt að segja í hvaða formi sykurinn er og eins hversu oft við neytum hans.
Sykur auðveldar vöxt sýkla.Sykur í karamellum loðir til dæmis lengi við tennurnar og viðheldur þannig miklu sykurmagni í munni. Þess háttar sykur veldur því meiri skaða en sykur sem er uppleystur í vökva. Eins er það mikilvægt að menn neyti ekki syku...
↧