Þegar fjallað er um liðna tíma, vill oft brenna við að menn meta liðna atburði á forsendum síns eigin tíma, í stað þess að setja sig í spor þeirrar fortíðar sem við er að fást. Þessi tilhneiging hefur verið nefnd söguskekkja og er skyld því sem kallað er whig history á ensku en þau orð fela þó ekki í sér sömu aukamerkingar. Söguskekkja stendur mönnum mjög fyrir þrifum í skilningi á viðfangsefnum sögunnar, ekki síst í sögu hugmynda eða vísinda.
Í vísindasögu verður sífellt að hafa í huga, hva...
↧