Kvef er bráðsmitandi, hvimleiður en meinlaus veirusjúkdómur sem veldur bólgum og óþægindum í öndunarfærum og í sumum tilfellum einnig í afholum nefs, miðeyra og augum. Einkenni kvefs eru nefrennsli og stíflað nef, særindi í hálsi, hósti og hnerri. Stundum getur þreyta, máttleysi og höfuðverkur fylgt kvefi. Ef hiti og beinverkir eru til staðar eru það merki um flensu, sem oft er ruglað saman við kvef, en er í raun annar og alvarlegri sjúkdómur. Kvefeinkenni eru aftur á móti mjög oft hluti af eink...
↧