Til þess að svara því hvort meiðsli séu algeng í knattspyrnu þurfum við að setja okkur einhver viðmið. Hvað teljum við að sé algengt og við hvað á að miða? Hvernig eigum við til dæmis að geta borið saman ólíkar íþróttagreinar með tilliti til tíðni meiðsla? Það er ekki nóg að telja meiðslin og bera saman milli greina né nota hlutföll. Taka verður tillit til fjölda einstaklinga og þess tíma sem íþróttamenn stunda íþrótt sína, bæði á æfingum og í keppni.
Sú aðferð sem mest hefur verið notuð á sí...
↧