Rófubeinið er gert úr 3-5 neðstu hryggjarliðunum í rófulausum prímötum sem runnið hafa saman. Þessir liðir eru fyrir neðan spjaldhrygginn og tengjast honum um trefjabrjósklið, sem gerir svolitla hreyfingu milli spjaldhryggs og rófubeins mögulega.
Í mönnum og öðrum rófulausum prímötum er rófubeinið leifar af rófu sem forfeður okkar voru með. Rófubeinið er þó ekki alveg gagnslaust eins og halda mætti. Það veitir nauðsynlegt hald fyrir ýmsa vöðva, sinar og liðbönd. Einnig er það hluti af þunga...
↧