Spurningin er viðamikil en í stuttu máli má segja að sú heimspekihefð sem varð til og mótaðist meðal Forngrikkja eigi sér órofa sögu sem teygir sig í gegnum Rómaveldi og miðaldir til okkar tíma, þótt hún teygi sig reyndar í aðrar áttir líka. Þessi hefð er stundum kölluð vestræn heimspeki. Þetta er ekki eina heimspekihefðin sem til er og sem dæmi má nefna jafn gamlar og ríkulegar heimspekihefðir í Kína og Indlandi til forna. Í þeim er að finna eitt og annað bæði líkt og ólíkt. Mögulega höfðu grís...
↧