Þótt höfuðættir landsins hafi flestar hverjar deilt á síðari hluta 12. aldar og fram til 1264 er tímabilið engu að síður kennt við Sturlungaættina sérstaklega og nefnt Sturlungaöld. Ein helsta heimild okkar um þá sögulegu atburði sem áttu sér stað á þessum tíma er Sturlunga saga (einnig nefnd Sturlunga). Sagnaritarinn Sturla Þórðarson (1214-1284) kom að ritun Sturlungu en auk hans ýmsir aðrir höfundar. Sturlunga er því samsteypurit sagna eftir ólíka höfunda og fellur ásamt biskupasögum undir þá ...
↧