Fáir heimspekingar hafa lifað svo viðburðaríku lífi að það hafi þótt í frásögur færandi. Skoski heimspekingurinn David Hume er undantekning frá þeirri reglu. Lífshlaup hans var ekki aðeins viðburðaríkt og spennandi heldur skrifaði hann stutta sjálfsævisögu sem er óviðjafnanlegt bókmenntaverk. Setningar eins og „þær viðtökur sem rit mín fengu í fyrstu urðu síst til þess að kitla hégómagirndina“1 og „ég hafði sérstaka ánægju af félagsskap prúðra kvenna og ég hef enga ástæðu til þess að kvarta yfir...
↧