Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 og í reglugerð um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu nr. 899/2011 er ekki að finna skýrt ákvæði um að skylt sé að nota líkkistu við greftranir, eða að það sé ófrávíkjanlegt. Það segir þó ekki alla söguna um útfararsiði því til eru skýr ákvæði um kistur sem nota skal við greftrun og bálfarir þótt ekki segi beinum orðum að alltaf skuli nota grafarkistur. Einnig má benda á að flestöll trúfélög og lífsskoðunarfélög hér á landi virðas...
↧