Hljóð þarf efni til að geta borist á milli staða, það berst ekki í tómarúmi. Vel heyrist í hljóðfærum sem leikið er á í geimstöðvum, en fyrir utan stöðvarnar heyrist ekkert, enda eru þar nánast engar agnir.
Um borð í geimstöðvum ríkir örþyngd (e. microgravity) sem veldur nánast algjöru þyngdarleysi. Þar er engu að síður venjulegt loft enda þurfa geimfararnir súrefni til að geta andað. Hljóð berst eins um borð í geimstöð og niðri á jörðinni og hljóðfæri hljóma eins inni í geimstöðvunum og á jö...
↧