Í ritreglum Íslenskrar málnefndar segir að læknisfræðileg hugtök (sjúkdómar og fleira) séu rituð með litlum upphafsstaf óháð því hvort þau eru dregin af sérheiti eða ekki. Fjallað er um þetta í gr. 1.3.3.2 d í ritreglunum og sýnd dæmi, til dæmis akureyrarveikin, asíuflensa, fuglaflensa, hermannaveiki, inflúensa, liðagigt, langerhanseyjar, stokkhólmsheilkennið og svo framvegis. Undantekning frá meginreglunni er ef læknisfræðilega heitið er skammstöfun rituð með hástöfum, til dæmis COVID-19.
Fj...
↧