Guðrún Pétursdóttir er forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir og dósent í fósturfræði og lífeðlisfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (HÍ).
Sem ungur lífeðlisfræðingur tók Guðrún þátt í rannsóknum sem var ætlað að varpa ljósi á þátt erfða og umhverfis í heilsufari. Bornir voru saman áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma hjá Íslendingum og skyldmennum þeirra, afkomendum vesturfaranna í Manitoba, Kanada, sem búið höfðu við ólíkt atlæti í 3 ...
↧