Kransæðar eru slagæðar sem liggja á yfirborði hjartans og miðla súrefnisríku blóði til hjartavöðvans. Þær stærstu eru í kringum 2-3 mm í innra þvermáli en greinast síðan í smærri kransæðagreinar sem liggja inn í hjartavöðvann. Síðan taka við slagæðlingar (e. arterioles), hárslagæðlingar og háræðar.
Vinstri kransæð greinist skömmu eftir upptök frá ósæðarrót í tvær greinar: millisleglakvísl (e. left anterior descending artery) og umfeðmingskvísl (e. circumflex artery). Ef báðar vinstri greinar...
↧