Björn Þorsteinsson er prófessor í heimspeki við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur einkum stundað rannsóknir á sviði franskrar og þýskrar heimspeki 19. og 20. aldar, með áherslu á verufræðilega og pólitíska þætti.
Doktorsritgerð Björns, La question de la justice chez Jacques Derrida (París: L‘Harmattan 2007), skoðar heimspeki franska heimspekingsins Derrida í ljósi hugmyndar hans um réttlætið. Grunnhugtak Derrida um skilafrest (fr. différance) leikur þar lykilhlutverk, en í ritgerðinn...
↧