Þótt þessi maður beri þess merki að hafa lifað lengi er ekkert víst að honum finnist hann gamall.Það er erfitt að segja til um við hvaða aldur fólk er gamalt því aldur er afstæður. Ungt fólk hefur allt aðra skoðun en þeir sem eldri eru á því hvenær einhver er orðinn „gamall“. Fæstum finnst þeir sjálfir vera gamlir, fólk hefur eitthvað viðmið sem það notar til að meta aldur og sá aldur hækkar eftir því sem viðkomandi eldist. Barni finnst þrítug manneskja „eldgömul“ á meðan eftirlaunaþega finnst þ...
↧