Með orðinu föðurhús er átt við það heimili sem einhver ólst upp á með foreldrum sínum. Orðasambandið að vísa einhverju aftur til föðurhúsa merkir að ‘vísa einhverju á bug og senda það aftur þangað sem það er upprunnið’. Þannig kemur vísunin í föðurhús. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er til dæmis þessi heimild úr Alþingistíðindum 1925:
vísa e-u (heim) aftur til föðurhúsanna: Jeg leyfi mjer því að vísa aftur til föðurhúsanna þeim aðfinslum sem hún (stjórnin) hefir beint bæði til mín og annar...
↧