Ekki er nákvæmlega vitað hvenær fyrstu gúmmístígvélin bárust til Íslands en það mun líklega hafa verið nálægt aldamótunum 1900. Elsta vísun í gúmmístígvél sem fannst í gagnasafninu Tímarit.is er í blaðinu Ísafold desember 1903 þar sem Th. Thorsteinsson auglýsir alls konar skófatnað, meðal annars "gúmmí vatnsstígvél" sem sögð eru ómissand í snjóbleytum og hálku. Í janúar árið eftir auglýsir verslunin Liverpool sjóstígvél úr leðri og gúmmíi í sama blaði.
Gúmmístígvél auglýst til sölu í Ísafol...
↧