Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Frumefnið arsen finnst á mismunandi efnaformum sem eru oft flokkuð í lífræn efnasambönd (tengd kolefni) og ólífræn efnasambönd. Greining mismunandi efnaforma í matvælum og fóðri skiptir máli fyrir heilsu manna og dýra þar sem sum efnaformin eru mjög eitruð en önnur talin skaðlaus. Ásta hefur unnið að þróun aðferða til að mæla...
↧