Gísli Kort Kristófersson er dósent í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri ásamt því að starfa sem sérfræðingur í geðhjúkrun. Gísli Kort gegnir einnig aðjúnktstöðum við hjúkrunarfræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans í Minnesota. Hann er virkur í þónokkrum rannsóknarhópum, bæði alþjóðlegum og innlendum.
Meginviðfangsefni Gísla hafa snúið að rannsóknum á núvitund, geðheilbrigði fanga og áfengis- og vímuefnanotkun íslenskra unglinga ásamt því að skrifa um samþætta nálgun í geðhjúkrun.
...
↧