Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar sveppir eru tíndir, skiptir máli hvort þeir eru skornir eða slitnir upp? Og ef svo er, hvers vegna?
Nei það skiptir ekki máli hvort sveppir eru skornir eða slitnir upp því það eru sveppaldin sem maður tínir en ekki líkami sveppsins. Líkami sveppsins er gerður úr fínlegum sveppþráðum og er til dæmis ofan í jarðvegi, vafinn utan um rótarenda hýsiltrjáa svepprótarsveppa eða inni í rotnandi trjábol. Svo lengi sem líkami sveppsins er ekki skemmdur þá mun han...
↧