Á árinu 1918 varð Háskóli Íslands sjö ára gamall og hafði breyst sáralítið frá því að hann var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911. Þá hafði Háskólinn verið búinn til með því að steypa saman og breyta í háskóladeildir þremur embættismannaskólum í Reykjavík, prestaskóla, læknaskóla og lagaskóla, og bæta við heimspekideild þar sem hægt var að fá kennslu í íslenskum fræðum.
Ekkert háskólahús var þá til, og var stofnuninni fenginn staður á neðstu hæð Alþingishússins við Aust...
↧