Þórunn Rafnar er deildarstjóri krabbameinsrannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE). Rannsóknir Þórunnar beinast einkum að því að finna erfðaþætti sem hafa áhrif á tilurð og framþróun krabbameins. Krabbamein er gott dæmi um flokk sjúkdóma þar sem upplýsingar um erfðafræðilega áhættu geta nýst til að koma í veg fyrir alvarlegan sjúkdóm og bæta horfur sjúklinga. Þannig er hægt að skima fyrir krabbameini hjá einstaklingum með mikla erfðafræðilega áhættu til að finna mein á frumstigi þegar þau eru...
↧