Sverrir Jakobsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað heimsmynd Íslendinga á miðöldum og birt niðurstöður þeirra rannsókna í bókinni Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100-1400 (2005) en einnig í ýmsum fræðigreinum á íslensku og erlendum tungumálum. Meðal þess sem féll undir þessa rannsókn voru sjálfsmyndir Íslendinga á þessum tíma, viðhorf til annarra þjóða, allt frá Norður-Ameríku til Austur-Asíu, hugmyndir um tíma og rúm og þróun íslenskra alfræðirita á miðö...
↧