Meðalþvaglát eru um það bil einn og hálfur lítri á dag. Endanlegt þvag myndast við þrjú ferli sem fara fram í svokölluðum nýrungum (e. nephrons) sem eru starfseiningar nýrnanna. Í hvoru nýra eru um það bil ein milljón nýrunga. Í grófum dráttum eru helstu hlutar nýrunga:
nýrnahnoðri (e. renal corpuscle) sem samanstendur af a) æðhnoðra og b) hnoðrahylki sem umlykur hann,
nýrnapípla (e. renal tubule) sem liggur frá hnoðrahylkinu og
safnrás (e. collecting duct).
Fyrsta ferli þvagmyndunar, síu...
↧