Já, það er hægt að fá einkirningasótt (mononucleosis infectiosa) án þess að vera með hálskirtla. Hálskirtlarnir eru í raun ekki kirtlar heldur eitilvefur aftarlega í hálsinum. Þetta er ekki eini eitilvefurinn í hálsi því þar finnast einnig stakir eitlar sem líkt og hálskirtlarnir eru hluti af ónæmiskerfinu. Við margar sýkingar, líkt og einkirningasótt, bólgna hálskirtlarnir og stakir eitlar í hálsi, sem og víðar í líkamanum. Bólgnir og aumir hálskirtlar eru því ekki orsök einkirningasóttar heldu...
↧