Hugtakið drengskaparheit er notað í lögfræði og merkir loforð gefið að viðlögðum drengskap. Drengskapur hefur sömu merkingu í lögfræði og í almennri málnotkun, það er veglyndi, göfuglyndi eða heiður. Ef einhver heitir einhverju við drengskap sinn þá heitir sá hinn sami því að drengskapur hans sé í hættu ef hann efnir ekki loforðið.
Þýðing þess að heita einhverju við drengskap sinn í samningum fer eftir atvikum hverju sinni. Í ráðningarsamningum eru svokölluð samkeppnisákvæði nokkuð algeng. Þ...
↧