Skammrif er annars vegar notað um stutt rifbein í kind, það er eitthvert af fjórum fremstu rifjunum en hins vegar um framhluta kindarskrokks (bringu, hrygg og fjögur fremstu rifin). Orðið er notað í tveimur orðasamböndum, það eru komin/farin skammrifin úr deginum ‘það er tekið að líða á daginn’ og þar fylgir böggull skammrifi ‘galli fylgir kostum, ókostur er á einhverju’. Í fyrra sambandinu merkir böggull ‘byrði, ábaggi’.
Orðasambandið á rætur að rekja til slátrunar sauðfjár. Efsti hluti bóg...
↧