Virk eldfjöll eru þau sem gosið hafa á síðustu 10.000 árum. Óvirk eldfjöll eru þau sem ekki hafa gosið undanfarin 10.000 ár og þykja ekki líkleg til þess að gjósa. Samkvæmt þessu er Askja í Dyngjufjöllum svo sannarlega virk eldstöð enda gaus þar síðast árið 1961.
Askja er megineldstöð, en svo eru nefnd eldfjöll sem hlaðist hafa upp við síendurtekin gos yfir langan tíma í jarðsögunni. Gossaga Öskju nær eflaust nokkur hundruð þúsund ár aftur á ísöld þótt aldur og þróun eldstöðvarinnar á fyrri s...
↧