Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 18. öld og orðið finnst einnig í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 433 fol.) sem hann safnaði til á árunum 1734 og fram að því er hann lést 1779. Eldra dæmi er þó í orðabók Guðmundar Andréssonar sem út kom fyrst 1683 en var endurútgefin 1999:
Krackilld / Offuciæ, kracke, kroge / Foetulus, tener puellus vel pullus (bls. 101)
Latneska orðið offuciæ merkir ‘prettir, svik, tál, sjónvillingar’ en foetus með smæk...
↧