Lúða (Hippoglossus hippoglossus) er stærsti flatfiskur sem finnst hér við land og raunar stærsti beinfiskur sem lifir innan íslensku lögsögunnar. Stærsta lúða sem vitað er um að veiðst hafi hér við land var 3,65 metra löng og vó hvorki meira né minna en 266 kg. Þessi fiskur veiddist við norðanvert landið sumarið 1935. Lúður geta þó orðið nokkuð stærri eða allt að 4,7 metrar og 320 kg. Lúða er afar langlífur fiskur og eru dæmi um lúður sem hafa náð allt að 40 ára aldri.
Í lýsingu Gunnars Jónss...
↧