Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvaða ástæður gætu verið fyrir því að engin villt skriðdýr eru á Íslandi?
Líklegasta skýringin á því að skriðdýr finnast ekki í fánu Íslands er hversu afskekkt landið er. Skriðdýr lifa ekki heldur á Grænlandi eða í Færeyjum. Hins vegar lifa nokkrar tegundir skriðdýra í Noregi, til dæmis smávaxin eðla sem Norðmenn kalla nordfirfisle eða bara firfisle (Zootoca vivipara). Hún finnst allt norður til Finnmerkur. Það sama má segja um stálorminn (Anguis ...
↧