Orðið skíthæll virðist koma fram í málinu í lok 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1899 og elsta heimild á vefnum timarit.is er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1905. Í báðum tilvikum er farið með orðið eins og vel þekkt skammaryrði þannig að reikna má með að það hafi verið þekkt í talmáli fyrr. Merkingin er 'óhræsi, lúaleg persóna'.
Merking seinni hluta samsetta orðsins skíthæll er líklega hæll á fæti. Skítur merkir annars vegar 'óhreinindi' og hins vegar 'óþokki'.
...
↧