Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvað er það sem er utan um pylsur eða pulsur, þ.e.a.s. húðin? Getgátur hafa verið uppi um að þetta séu grísaþarmar er það satt?
Pylsugerð er gömul aðferð til þess að nýta afurðir sláturdýra og auka geymsluþol þeirra. Pylsugerð þekktist bæði meðal Grikkja og Rómverja og oft er talið að í Babýlóníu til forna hafi fyrstu pylsurnar verið gerðar. Til er eins konar uppskrift af pylsum á fornri leirtöflu frá tímum Hammúrabís, en hann var konungur Babýlón...
↧