Þessi málsháttur vefst nokkuð fyrir mér. Hann kemur hvergi fram í málsháttasöfnum sem mér eru kunn, hið síðasta gefið út 2014 (Jón Friðjónsson). Ekkert dæmi fannst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans . Mér virðist á dæmum sem koma upp í leit hjá Google að hann komi fram eftir miðja síðustu öld. Lýsingarorðið vís hefur fleiri en eina merkingu:
'áreiðanlegur, öruggur, viss',
'vitur, sem hefur þekkingu til að bera',
'sem er vitað hvar er, er á sínum stað'.
Af þeim gæti helst fyrsta mer...
↧