Oft er orðið skrifari skilgreint þannig að um sé að ræða mann sem skrifar bækur eða skjöl í atvinnuskyni. Þessi skilgreining á við síðari aldir (fyrir tíma ritvélarinnar) þegar margir embættismenn og opinberar stofnanir urðu að hafa skrifara við vinnu.
Á miðöldum var samfélagið ekki eins flókið og nú og opinber stjórnsýsla mun umfangsminni en síðar varð. Samt sem áður urðu allir konungar og aðrir furstar að hafa skrifara í vinnu við að skrifa bréf, skjöl og handrit. Sem dæmi um slíkt má nefna...
↧