Haförninn (Haliaeetus albicilla) var friðaður á Íslandi árið 1913. Á árunum 1905 til 1908 hafði danski fuglafræðingurinn Richard Hörring ferðast um landið og sá á ferðum sínum um þekkt arnarsvæði afar fáa erni. Það var því ljóst að arnarstofninn hér á landi var hruninn og því nauðsynlegt að friða hann svo hann hyrfi ekki algjörlega. Hörring kom þessum upplýsingum til tveggja helstu fuglafræðinga landsins, þeirra Bjarna Sæmundssonar og Peter Nielsens, og í framhaldi af því beittu þeir sér fyrir f...
↧