Kolvetni, fita og prótín eru helstu næringarefni fæðunnar. Til þess að nýta þau úr fæðunni þarf að melta hana fyrst. Það felur í sér að mala hana og síðan að brjóta stórsameindir hennar niður í smásameindir sem hægt er að taka upp í gegnum þarmavegginn í blóðrásina.
Stórsameindirnar eru fjölsykrur eins og mjölvi, þríglýseríð sem eru meginuppistaða fitu, og fjölpeptíð í prótínum. Þeim er sundrað í byggingareiningar sínar, sem sagt einsykrur, fitusýrur og glýseról og amínósýrur. Í fæðunni eru ...
↧