Örlygsstaðabardagi var háður 21. ágúst 1238 í Skagafirði austanverðum á stað sem var kallaður Örlygsstaðir , skammt fyrir norðan Víðivelli en nokkru lengra fyrir sunnan Miklabæ. Þar var þá sauðahús, en þrátt fyrir þetta ábúðarmikla nafn staðarins er ekki vitað til að þar hafi nokkurn tímann verið byggt býli. Tildrög bardagans voru þau að ungur höfðingi af Sturlungaætt með mannaforráð vestur í Dölum, Sturla Sighvatsson, hafði tekið að sér að koma Íslandi undir stjórn Noregskonungs og átti að gera...
↧