Þessi spurning er nokkuð víðfeðm en hér er gert ráð fyrir að spyrjandi sé að falast eftir upplýsingum um dýr sem finnast á þurrlendi Suðurskautslandsins. Hér verður því ekki fjallað um dýralíf í grunnsævinu umhverfis Suðurskautslandið og heldur ekki sagt frá dýralífinu á eyjum umhverfis þetta mikla landflæmi.
Það kemur víst fæstum á óvart að dýralíf á Suðurskautslandinu er afar fábrotið enda er um 98% af landmassanum þakinn ís og úrkoma afar lítil. Dýr þurfa því að aðlagast ísilögðum heimi, þ...
↧