Ísland er að langmestum hluta úr blágrýti (basalti) og sú bergtegund er járnríkari en flestar aðrar, 8-10% járnmálmur (Fe) sem jafngildir 11-14% járnoxíði (Fe2O3). Basalt er algengasta bergtegund yfirborðs jarðar: Hafsbotnarnir eru basalt, sem og úthafseyjar (eins og Ísland) og enn fremur rúmmálsmiklir blágrýtisstaflar á meginlöndunum. Aðrar yfirborðsmyndanir meginlandanna — set af ýmsu tagi, setberg (samrunnið set), myndbreytt berg (bakað setberg) og djúpberg eins og granít (bráðnað úr myndbre...
↧