Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Gætu mögulega verið til óuppgötvuð handrit eða Íslendingasögur á Íslandi eða erlendis?
Það er mögulegt að til séu óuppgötvuð handrit Íslendingasagna en það er ekki líklegt.
Það koma annað veifið handrit til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og héraðsbókasafna og -skjalasafna sem hafa verið í eigu einstaklinga; flest eru þau frá 19. öld.
Það er ólíklegt að óþekktar Íslendingasögur fi...
↧