Nafnorðið bísi 'hnuplari; þjófnaður' er ekki gamalt í málinu. Sama er að segja um hvorugkynsorðið bís 'hnupl' og sögnina að bísa 'hnupla, stela'. Þau eru frá því um miðja 20. öld og teljast til slanguryrða.
Bísi, bís og sögnin að bísa eru tökuorð í íslensku og upphaflega úr sjómannamáli.
Orðasambandið að vera á bísanum er notað um þá sem lifa á smáhnupli og sníkjum, oft um útigangsmenn.
Orðin eru tökuorð í íslensku og upphaflega úr sjómannamáli. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:57) er en...
↧
Hvað þýðir það að vera á bísanum og hvaðan er það komið?
↧
Hvað er ritstífla og hvernig er hægt að losna við hana?
Ritstörf eru þess eðlis að vel mætti halda því fram að ekkert sé til sem heitir ritstífla, svo fremi sem líkams- og heilastarfsemi ritarans sé innan eðlilegra marka. Það að segjast ekki geta skrifað sökum ritstíflu sé bara afsökun fyrir að takast ekki á við ritsmíðaverkefnið eða slá því á frest. Samt sem áður lenda flestir í því einhvern tíma að hvorki gengur né rekur með ritsmíð. Það er þó ekki af völdum sjúkdóms eða erfðagalla heldur er vandinn miklu frekar áskapaður. Fyrir því geta verið marg...
↧
↧
Af hverju klæðast sumar íslamskar konur búrku, hvenær varð sá siður til?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hver er uppruni búrku, niqab og hijab og hver er munurinn á þessu þrennu? Af hverju klæða margar múslímskar konur sig í búrku, niqab og hijab?
Arabíska orðið hijab er notað um eina tiltekna tegund slæðu sem margar múslimakonur bera. Það er einnig samheiti yfir allar gerðir af slæðunni. Slæðurnar eru fernskonar: níkab, tjador, búrka og híjab. Í ensku eru notuð orðin: niqab, chador, burka og hijab.
Slæðan nefnist híjab þegar hún hylur aðeins hár og háls. Ník...
↧
Af hverju má ekki setja góða hnífa í uppþvottavél, gerir vélin eitthvað annað en uppþvottabursti og sápa?
Þessi spurning hefur oft borist Vísindavefnum:
Af hverju verða hnífar bitlausir ef þeir eru þvegnir með sápu eða settir í uppþvottavélar? (Atli Fannar)
Verða góðir hnífar bitlausir og lélegir á því að fara í uppþvottavél og ef svo er hvað veldur því að uppvask fer ekki jafn illa með þá? (Dagur Fannar)
Ég hef heyrt reynslumiklar konur segja að ekki skuli setja beitta matreiðsluhnífa í uppþvottavélina. Hvað er það sem uppþvottavélin gerir öðruvísi en uppþvottaburstinn og sápan? (Tinn...
↧
Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað?
Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.[1] Bræðralag múslíma var stofnað árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna en meðlimir bræðralagsins tilheyra súnnítum.[2]
Merki Bræðralags múslíma.
Al-Banna fæddist árið 1906 í Mahmudiyya sem er lítill bær í Egyptalandi um það bil 145 kílómetrum norðvestur af Kaíró. Hann ólst upp á mjög trúuðu og íhaldssömu heimili þar sem guðrækni og guðhræðsla skip...
↧
↧
Hvernig geta stórfyrirtæki komið sér undan því að borga skatta og er ekkert gert við þessu?
Alþjóðleg stórfyrirtæki sem starfa í mörgum löndum geta að vissu marki fært tekjur og hagnað milli landa. Sé þetta gert markvisst þannig að hagnaður sé talinn fram í löndum þar sem fjármagnstekjuskattur er lágur geta fyrirtækin lækkað skatthlutfall sitt talsvert. Slík skattahagræðing skekkir samkeppnisgrundvöll heimafyrirtækja sem ekki búa við sömu möguleika. Á máli skattalögfræði er talað um eyðingu skattandlags og tilflutning hagnaðar (e. Base Erosion and Profit Shifting, BEPS).
Á síðustu þ...
↧
Hvaðan kemur heitið Tortóla og hvað merkir það?
Örnefnið Tortóla hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna mánuði og ár en ekki hvað síst í marsmánuði 2016. Eins og stundum er tilfellið með skrýtin örnefni er Tortóla-nafnið byggt bæði á fullkomnum misskilningi og/eða talsverðum blekkingum.
Tortóla er stærsta eyjan í klasa sem gengur undir heitinu Bresku jómfrúaeyjar eða einfaldlega Jómfrúaeyjar, sem er opinbera heitið. Aðrar eyjar í klasanum eru til dæmis Gilda jómfrúin (Virgin Gorda), Anegada (sem hét hugsanlega einu sinni Magra jómfrúi...
↧
Hvernig og hvenær varð Sádi-Arabía til sem ríki?
Sádi-Arabía er eitt af valdamestu ríkjum veraldar. Saga landsins er viðamikil og löng. Sú Sádi-Arabía sem við þekkjum í dag varð til árið 1932. Stofnun konungsríkisins var afleiðing af langvinnri ættbálkadeilu sem Sádi-fjölskyldan sigraði.
Átökin brutust út í upphafi 20. aldar þegar Ibn Saud, höfuð Sádi-fjölskyldunnar og seinna fyrsti konungur Sádi-Arabíu, safnaði saman nokkrum tugum hermanna sem fengnir voru fyrir stuðning emírsins í Kúveit og réðst til atlögu við borgina Riyadh. Riyadh var ...
↧
Hver voru vinsælustu svörin í 15. viku ársins 2016?
Hnífar, uppþvottavélar, stórfyrirtæki, skattsvik og búrkur komu við sögu á Vísindavefnum í 15. viku ársins 2016. Tíu vinsælustu svörin voru þessi:
Af hverju má ekki setja góða hnífa í uppþvottavél, gerir vélin eitthvað annað en uppþvottabursti og sápa?
Hvernig geta stórfyrirtæki komið sér undan því að borga skatta og er ekkert gert við þessu?
Íslenskar gæsalappir eru „svona“, en hvar finn ég '„' á íslenska lyklaborðinu?
Er skynsamlegt að nota maíspoka í staðinn fyrir plastpoka undir rusl...
↧
↧
Hversu gagnleg eru skattagrið til þess að auka skattskil og skatttekjur?
Stjórnvöld beita ýmsum aðgerðum og aðferðum til að ýta undir rétt og góð skattskil. Skattlagning byggir á skýrslugerð skattgreiðandans. Skattgreiðandanum er gert að gefa upplýsingar sem eru þess eðlis að upplýsingagjöfin getur verið honum fjárhagslega kostnaðarsöm. Af þeim sökum skulu skattyfirvöld afla upplýsinga frá þriðja aðila til að sannreyna upplýsingagjöf skattborgarans. Skattyfirvöldum hefur orðið mikið ágengt að útvíkka þennan þátt í eftirliti sínu frá því að skriflegt framtal var lögfe...
↧
Á hvaða hugmyndafræði byggir Bræðralag múslíma?
Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er íslömsk hreyfing sem stofnuð var í Egyptalandi árið 1928. Fjallað er nánar um tilurð hennar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað?
Hugmyndafræði Bræðralags múslíma byggist á íslömskum gildum. Kjarninn í íslam er að Allah hafi búið til fyrirmyndarkerfi í öllum málum, fyrir allt mannkyn. Þessu kerfi er lýst í Kóraninum og í túlkunum á honum. Áhrifamesti hugmyndafræðingur bræðralagsins á 20. öld...
↧
Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?
Íslam skiptist í tvær greinar, súnníta og sjíta. Flestir Sádi-Arabar eru súnnítar. Wahhabismi er nafnið á hugmyndafræði sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu. Hugmyndafræðin á upphaflega rætur sínar að rekja til fræðimanns að nafni Múhammeð ibn Abd Wahhab (1703-1792) sem var uppi á 18. öld.
Wahhab var frá Najd, sem er hérað í núverandi Sádi-Arabíu. Hann gerði bandalag við Múhammeð bin Saud sem var ráðandi höfðingi á svæðinu. Bin Saud var forfaðir Ibn Saud, fyrsta konungs Sádi-Arabíu. Þetta 300 ára b...
↧
Hvaðan kemur orðið gluggi? Af hverju notum við ekki vindauga samanber window?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið gluggi? Orðið er frábrugðið mörgum öðrum germönskum tungumálum sem nota orð skyld vindauga úr gömlu norsku eða fenestram úr latínu.
Orðið gluggur og veika myndin gluggi koma báðar þegar fyrir í fornritum. Í færeysku er til orðið gluggi 'ljósop, glergluggi', einnig gluggur, í nýnorsku glugg, glugge 'vindauga', í dönsku glug og í sænsku glugg 'ljósop í vegg'.
Orðið vindauga er til í íslensku og orðin gluggi, gluggur og glugg eru ti...
↧
↧
Geta félög á Tortóla verið skattskyld hér? Hverjir þurfa að greiða skatta á Íslandi?
Hér er eftirfarandi spurningum svarað:
Af hverju mega félög i skattaskjólum borga skatta a Íslandi? (Snorri Guðmundsson) Getur félag eða fyrirtæki, sem skráð er á eyjunni Tortóla verið skattskylt á Íslandi og/eða til dæmis Danmörku? (Loftur Jóhannsson)
Skattur og skattskylda eru órjúfanlegur hluti fullveldishugtaksins og því hefur hvert fullvalda ríki heimild til að skattleggja sína borgara óháð því hvar tekjurnar eru upprunnar. Í 77. gr. stjórnarskrárinnar segir:
Skattamálum skal skipa...
↧
Stendur einhvers staðar í Kóraninum að konur eigi að hylja sig og bera blæju?
Á nokkrum stöðum í Kóraninum er að finna texta sem hægt er að túlka sem tilmæli um að konum beri að hylja sig. Sumir textarnir virðast einungis fela í sér boð um almenna hógværð og látleysi en ekki endilega fyrirmæli um ákveðinn klæðaburð.
Mikill munur er á því hvernig fræðimenn túlka þessa texta. Sumir líta svo á að Kóraninn geri alls engar kröfur um að konur skuli klæðast slæðu. Þeir sem lengst ganga í túlkun sinni telja hins vegar að það eina sem megi sjást af konu sé annað auga hennar (Ja...
↧
Hvað eru skattaskjól og hvenær urðu þau til?
Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona:
Hvernig bý ég til aflandsfélag í skattaskjóli án þess að nokkur komist að því? Hvað getið þið sagt mér um alþjóðlegar skattaparadísir?
Á síðustu áratugum hefur heimurinn skroppið saman í eitt markaðssvæði. Fyrirtæki, sem áður einskorðuðu starfsemi sína við eitt þjóðríki (og báru fulla skattskyldu þar), hafa fært út kvíarnar og eru með starfsstöðvar og efnahagsstarfsemi í mörgum löndum. Fyrirtæki sem starfa í mörgum löndum eru jafnframt skattþegnar...
↧
Af hverju er smámæli kallað þessu nafni?
Elstu heimildir um orðið smámæli í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans sýna merkinguna ‘lítilsvert málefni’ og sú elsta er frá árinu 1635:
ad þeir a kialarnese hiellde ad Alfdys Jonsdotter hefde tilberan ad erfdum teked af modur sinne [ [...]] huad mier virdest ecke smämæle.
Notkunin um framburð er eitthvað yngri. Í Riti þess Islendska Lærdóms Lista Felags frá 1790 er upptalning á ýmsum málgöllum og koma þar fyrir bæði orðin smámæli og smámæltur án skýringar. Heimildir um lýsingarorðið smámælt...
↧
↧
Hver er staða kvenna innan Bræðralags múslíma?
Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.] Bræðralagið var stofnað í borginni Ismailiya í Egyptalandi árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna (1906–1949). Um bræðralagið og tilurð þess er fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað?
Á mótunarárum Bræðralags múslíma höfðu konur ekkert hlutverk innan þess þótt Hassan al-Banna stofnaði skóla fy...
↧
Hvenær telst dýr útdautt?
Dýrategund telst vera útdauð þegar síðasti einstaklingur tegundarinnar deyr. Áður en að þeim sorglegu tímamótum kemur er dýrategundin þó tæknilega séð dæmd til aldauða. Þegar aðeins mjög fáir einstaklingar eru eftir verður innræktun það mikil og erfðafjölbreytni það lítil að tegundin hefur tapað getunni til að fjölga sér umfram þau mörk sem nauðsynleg eru til að forðast aldauða. Vísindamenn kalla þessar tegundir á ensku „functionally extinct“. Á íslenku mætti segja að þær séu 'í raun útdauðar' ...
↧
Hvernig barst þekking um stærðfræði á milli menningarþjóða á miðöldum og hver var þáttur Araba í því?
Saga menningar og lista er oft talin skiptast í skeið. Á blómaskeiðum verða framfarir og nýir angar spretta upp. Síðan verður stöðnun. Ekki verður komist lengra við þær aðstæður sem viðfangsefnunum eru skapaðar. Hnignun getur orðið ef ráðist er að grunnstoðum samfélagsins,
Blómaskeið grískrar menningar á sviði stærðfræði var frá því um 500 fram til nokkru eftir 200 fyrir Krists burð en áhrifa hennar gætti miklu lengur. Gerðar voru merkar uppgötvanir á sviði stærðfræði á þessu tímaskeiði. Menn...
↧