Íslenska orðið nýyrði samsvarar að flestu leyti því sem vísað er til með enska orðinu neologism, hinu norska orði neologisme og með sambærilegum orðum í mörgum fleiri málum. Á merkingunni er þó mikilvægur munur sem gert verður grein fyrir hér á eftir.
Lítum á tvær erlendar skýringar á neologism(e):
Úr alfræðibók um mál og málfræði (David Chrystal, An Encyclopedic Dictionary of Language & Languages, 1992): „Til að bregðast við breyttum ytri aðstæðum er myndað nýtt orð sem fær nokkra útbrei...
↧