Erfitt er að gefa ákveðið svar við þessari spurningu og raunar eru fræðimenn ekki allir á eitt sáttir um nákvæmlega hvenær aþenska lýðræðið varð til, hvað þá hvers vegna. Ef til vill er rétt að byrja þá sögu á Sóloni sem kom á ýmsum breytingum á stjórnkerfi og samfélagi Aþeninga snemma á 6. öld f.Kr. Það er ómögulegt að segja hver þróunin hefði verið í Aþenu án umbóta Sólons og þær voru sennilega – eftir á að hyggja – nauðsynleg forsenda þeirrar lýðræðisþróunar sem síðar varð. Af þessum sökum te...
↧