Alfred Wegener fæddist í Berlín 1880 og nam stjörnufræði og veðurfræði við háskóla þar í borg. Doktorsritgerð hans var um stjörnufræði, en af ýmsum ástæðum kaus hann að helga sig veðurfræðinni frekar, meðal annars vegna áhuga síns á líkamsrækt, útivist og ferðalögum, einkum á norðlægum slóðum. Hann kannaði lofthjúpinn með flugdrekum og úr loftbelg, og árið 1906 urðu bræðurnir Kurt og Alfred Wegener heimsmeistarar í loftbelgjaflugi er þeir héldust á lofti samfleytt í 56 klukkustundir. Í þessu sta...
↧